Fara á efnissvæði
Aftur í yfirlit

11.02.2022

Skipuleggjandi viðhalds

HS Orka leitar að öflugum skipuleggjanda viðhalds á framleiðslusviði.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á viðhaldsstjórnun og skipulagi til að vinna að undirbúningi viðhaldsverka fyrir framkvæmd í orkuverum HS Orku í samvinnu við stjórnendur, jafnt endurtekin verk (rútínur) sem og stök tilfallandi verk.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

- Heldur utan um uppsetningu á viðhaldskerfi (kerfisstjórn).

- Viðheldur verklagi og þjálfun í viðhaldskerfi.

- Heldur utan um vikulega undirbúnings- og áætlunarfundi.

- Undirbýr viðhaldsverk/viðhaldsstopp m.t.t. aðfanga.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

- Menntun sem nýtist í starfi s.s. tækni- eða verkfræði, vélfræðingur, vélvirki.

- Þekking og reynsla af viðhaldsmálum skilyrði.

- Þekking á viðhaldskerfinu DMM er kostur.

- Góð tölvukunnátta.

- Skipulags- og samskiptahæfni ásamt frumkvæði.

- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi.