HS Orka er leiðandi í þjónustu við fyrirtæki
Hafðu samband við ráðgjafa HS Orku og við sérsníðum lausnir fyrir þitt fyrirtæki með hagkvæmni að leiðarljósi





Fjölbreyttar lausnir fyrir atvinnulífið
HS Orka býður fjölbreyttar lausnir fyrir atvinnulífið. Við störfum náið með okkar samstarfsaðilum og leggjum okkur fram við að þjónusta þá sem best. Þarfirnar eru mismunandi og okkar hlutverk er að einfalda hlutina þannig að fyrirtæki geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.
Hagkvæmni að leiðarljósi
HS Orka selur raforku til fyrirtækja um allt land. Við aðlögum okkur að viðskiptavininum og þeirra markmiði. Hvort sem leitað er eftir einföldum verðskrám, hleðslulausnir fyrir rafbíla eða lausnum fyrir þá sem nýta rafmagnið árstíðabundið þá erum við með lausn fyrir þitt fyrirtæki.
Sjálfbært atvinnulíf
Hlutverk HS Orku er að sjá atvinnulífi og heimilum fyrir endurnýjanlegum auðlindum á sjálfbæran hátt. Fyrirtækið framleiðir og selur 100% endurnýjanlegt rafmagn um allt land, heitt og kalt vatn á Suðurnesjum auk annarra afurða frá jarðvarmaverunum til ávinnings fyrir viðskiptavini, samfélagið og fyrirtækið.
Auðlindagarðurinn
Auðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í kringum orkuver HS Orku á síðustu 40 árum er einstakur á heimsvísu. Í Auðlindgarðinum í dag eru 11 fyrirtæki sem öll hafa byrjað sem litlir sprotar og stækkað ört. Öll eiga þau sameiginlegt að nýta fleiri afurðir frá HS Orku en eingöngu raforku í sinum rekstri.
Getum við aðstoðað?
Hafðu samband við ráðgjafa HS Orku og við finnum lausnir sem henta þér með hagkvæmni að leiðarljósi.

Hleðsluþjónusta sem hluti af fyrirtækinu.
Allar hleðslustöðvar eru með virka álagsdreifingu sem tryggir öllum rafbílum næga hleðslu. Við gerum raflögnina einfaldari og hagkvæmari þar sem lögskyldur varbúnaður er innbyggður í okkar hleðslustöðvar og álagsdreifingin tekur lítið pláss í rafmagnstöflunni óháð fjölda rafbíla í hleðslu.