Fara á efnissvæði

Heimahleðsla fyrir alla rafbíla

Langtímaleiga á hleðslustöð einfaldar orkuskiptin fyrir heimili og fyrirtæki. HS Orka býður upp á hleðslulausnir og uppsetningu sem hentar fyrir öll heimili og allar gerðir rafbíla.

149573

Við þjónustum þig

Þú hefur samband og við finnum lausnir sem henta þínu heimili og rafbíl.

Einföld og þægileg uppsetning

Fagaðili kemur á staðinn vegna uppsetningar á grunneti og þú færð hleðslustöð heim til þín.

Verð frá 2.490 kr. á mánuði

Þú greiðir aðeins mánaðarlega áskrift á hleðslustöðinni. Að aukinni mánaðarlegri áskrift greiðir þú fyrir raforkunotkun heimilisins.

Hlaða og njóta

Við sjáum um allt viðhald og rekstur. Við erum hér til að þjónusta þig meðan að þú hleður áhyggjulaust.

Njóttu þess að hlaða bílinn heima

Með hleðsluáskrift þurfa viðskiptavinir ekki að leggja út fyrir hleðslustöð heldur borgar þú þæginlegar mánaðargreiðslur. Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna uppsetningar á grunnneti, sem tekur mið að aðstæðum á hverjum stað. Við sjáum um að koma hleðslustöðinni upp fyrir þig og þú nýtur þess að hlaða á öruggann hátt með allt að 22 kW hleðslu. 

Með Hleðsluáskrift ert þú alltaf með hleðslustöð sem er búin nýjustu tækni og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur.
Reglulegar mánaðargreiðslur bjóða þér uppá nútímalega hleðslustöð heim til þín.
Aðgangur að gjaldfrjálsu þjónustuveri til að aðstoða þig allan sólarhringinn.
Hagstæð kjör fyrir viðskiptavini, þú borgar sama verð fyrir rafbílinn og til heimilisnota.

Styrkir og endurgreiðsla 

Það getur verið kostnaðarsamt fyrir viðskiptavini að setja upp grunnnet, en grunnnet þarf að vera tilbúið áður en Hleðsluáskrift hefst. Hægt er að sækja um styrki og endurgreiðslur vegna uppsetningu á hleðslustöðvum. 

Nánar um endurgreiddan VSK af uppsetningu stöðva
Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur gerðu samkomulag árið 2019 um stórfellda uppbyggingu innviða í Reykjavíkurborg fyrir rafbílaeigendur
Í gegnum Allir vinna átak hjá stjórnvöldum er hægt að fá endurgreiddan VSK af vinnu vegna uppsetningu á hleðslustöð
Reykjavíkurborg og OR bjóða upp á styrki vegna rafhleðslu við sameignarstæði fjöleignahúsa.

Við sjáum um allt ferlið fyrir þig

Hleðsluáskrift er þæginleg og einföld lausn sem einfaldar viðskiptavinum orkuskiptin. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að velja lausnir sem henta þér.