Fara á efnissvæði

Hleðslustöðvar fyrir fjölbýli

Hagkvæm hleðsluþjónusta við íbúa og framtíðarlausn fyrir húsfélagið. Hleðsluáskrift er fullkomin þjónusta fyrir fjölbýli sem mun aðeins auka virði eignarinnar.

D7e2e5af66c613b61226a59042e7919

Við þjónustum þig

Þú hefur samband og við ráðleggjum þér hver besta lausnin er fyrir að hlaða bílinn á sameignarstæðum eða í bílastæðahúsi.

Einföld og þægileg uppsetning

HS Orka sér til þess að fagaðili kemur á staðinn vegna uppsetningar á grunneti og þeim aðgerðum tengdum hleðslustöðvunum.

Fylgstu með notkun

Íbúar sem og húsflélög geta fylgst með allri notkun á hleðslustöðinni. HS Orka sér um alla greiðslumiðlun á meðan viðskiptavinir hlaða áhyggjulaust.

Aðstoð allan sólarhringinn

Við sjáum um allt viðhald og rekstur tengt hleðslustöðvunum og veitum þjónustu allan sólarhringinn til viðskiptavina.

Hleðslulausn fyrir fjölbýli

Hámarkaðu virði eignarinnar með því að bjóða uppá hleðslustöð. Fjölbýli með hleðslustöð eru talin álitalegri á fasteignamarkaði þar sem hlutfall rafbíla í umferð fer síhækkandi. HS Orka býður uppá ýmis konar lausnir fyrir fjölbýli,  hleðslustöðin er aðgengileg öllum íbúum og fylgir álagsdreifing hverri hleðslustöð. 

Húsfélög geta boðið uppá hleðsluþjónustu á sínu bílastæði án þess að binda fé í hleðslustöðvum.
Grunnnet þarf að vera til staðar áður en Hleðsluáskrift hefst.
Sérfræðingar á vegum HS Orku veita ráðgjöf varðandi hönnun raflagna og uppsetningu grunnnets.
Gjald vegna uppsetningar á grunnneti er mismunandi hverju sinni og því er erfitt að áætla verð.

Kostir þess að velja Hleðsluáskrift fyrir fjölbýli

Stílhreinar og öruggar hleðslustöðvar. Hleðslustöðin gefur allt að 22 kW hleðslu og hægt er að velja stöð með tengi eða áföstum hleðslukapli.

Hægt er að velja um sjálfvirka greiðslumiðlun frá HS Orku eða tengjast eigin greiðslukerfum, t.d. frá húsfélagsþjónustu.

Álagsdreifing fylgir hverri hleðslustöð sem vaktar heildarnotkun íbúðarinnar og dempar hleðsluna ef rafmagnsálag er orðið áhættusamt

Með snjallforriti og netskjáborði er m.a. hægt að skoða rafmagnskostnað hleðslustöðvarinnar ásamt íbúðarinnar í heild.

Þjónusta allan sólarhringinn um land allt. Hafðu ekki áhyggjur hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetningu á þinni hleðslustöð.

Þriggja mánaða skuldbinding er á Hleðsluáskrift, eftir það er hægt að segja áskriftinni upp með litlum fyrirvara.

Sæktu hleðsluappið 

Hleðsluappið gefur þér aðgang að hleðslustöðvum HS Orku. Þú sækir um aðgang þegar þú kemur í viðskipti og verður hann sendur til þín í kjölfarið.

Styrkir og endurgreiðsla 

Það getur verið kostnaðarsamt fyrir viðskiptavini að setja upp grunnnet, en grunnnet þarf að vera tilbúið áður en Hleðsluáskrift hefst. Hægt er að sækja um styrki og endurgreiðslur vegna uppsetningu á hleðslustöðvum. 

Nánar um endurgreiddan VSK af uppsetningu stöðva
Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur gerðu samkomulag árið 2019 um stórfellda uppbyggingu innviða í Reykjavíkurborg fyrir rafbílaeigendur
Í gegnum Allir vinna átak hjá stjórnvöldum er hægt að fá endurgreiddan VSK af vinnu vegna uppsetningu á hleðslustöð
Reykjavíkurborg og OR bjóða upp á styrki vegna rafhleðslu við sameignarstæði fjöleignahúsa.