Fara á efnissvæði

Hleðsluáskrift er hagstæð leið til að hlaða rafbílinn

Við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá leigu á hleðslustöð gegn vægu mánaðargjaldi, hvort sem þú býrð í sérbýli eða fjölbýli. Einnig bjóðum við uppá fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Ac1 Edited 1675951787076

Sérbýli

Viðskiptavinir þurfa ekki að fjárfesta í kostnaðarsamri hleðslustöð heldur bjóðum við uppá hleðslustöð gegn vægu mánaðargjaldi.

Fjölbýli

HS Orka býður uppá ýmis konar lausnir fyrir fjölbýli. Hleðslustöðin er aðgengileg öllum íbúum og fylgir álagsdreifing hverri hleðslustöð.

Fyrirtæki

HS Orka gerir fyrirtækjum kleift að bjóða starfsfólki þess sem og viðskiptavinum upp á hleðslu.

Helstu kostir þess að velja Hleðsluáskrift HS Orku

Ekki þarf að binda fjármagn í hleðslustöð né að taka áhættu með óvænt viðhald eða útgjöld.

Við getum séð um allt ferlið frá hönnun á þinni hleðsluþjónustu að uppsettri hleðsluaðstöðu á þínu bílaplani.

Með hleðsluáskrift er aðeins þriggja mánaða skuldbinding og eftir það er hægt að segja upp með litlum fyrirvara.

Hægt er að fylgjast með allri notkun inná mínar síður eða með hleðsluappinu.

Innifalin er hleðslustöð sem er búin nýjustu tækni og með allt að 22 kW hleðslu.

Minnkaðu áhyggjurnar með því að hlaða heima. Við þjónustum þig svo allan sólarhringinn.

Spurt og svarað varðandi Hleðsluáskrift HS Orku

Þú hefur samband og við sjáum um að koma upp hleðslustöð sem hentar þér og þínum rafmagnsbíl. Viðskiptavinir greiða svo mánaðargjald og hlaða áhyggjulaust. 

Hleðsluáskrift er fyrir viðskiptavini HS Orku sem vilja aðgang að hleðslustöð í heimahús og vilja ekki fjárfesta í kostnaðarsamri hleðslustöð. Einnig erum við með hleðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Innifalið í mánaðarlegri áskrift er öll þjónusta og viðhald á hleðslustöð. Þjónustuver er opið allan sólarhringinn og sjáum við um að leysa vandamál sem upp koma. Að aukinni mánaðarlegri áskrift greiðir þú fyrir raforkunotkun heimilisins.

Verðskrá fyrir Heimahleðslu í áskrift frá 1.janúar 2022.

Þjónustugjald er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðar- og sjálfstýringarþjónustu á hvern hleðsluútgang á hleðslustöð. Fyrirtæki, stofnanir og fjölbýli (húsfélög) greiða þjónustugjald, en þau innifela m.a. aðgang að netskjáborði til yfirlits og greiningar, gagnasöfnun og sjálfvirkni á álagsdreifingu og greiðslumiðlun.

Uppsetning á grunnneti, en það þarf að vera tilbúið áður en Hleðsluáskrift hefst. Hægt er að fá þjónustuaðila á vegum HS Orku á staðinn og fá tilboð vegna uppsetningar. Verð á uppsetningu er mismunandi eftir aðstæðum og greitt er sérstaklega til þjónustuaðila.

Viðskiptavinir þurfa aldrei að hafa áhyggjur af hleðslu rafbílsins. Í stað þess að fjárfesta í kostnaðarsamri hleðslustöð þá borga viðskiptavinir aðeins lágt mánaðargjald og fær aðgang að nútímalegri hleðslustöð heim til sín. Með áskriftinni fylgir alltaf hleðslustöð sem er búin nýjustu tækni og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur. Þjónustuverið er opið allan sólarhringinn og sjáum við um að leysa vandamál sem upp koma.

Þú skráir þig í gegnum skráningarsíðu HS Orku og í kjölfarið höfum við samband við þig og veitum þér frekari upplýsingar.

Jarðvegsvinna og grunnnet þarf að vera tilbúið áður en Hleðsluáskrift er hafin og mismunandi aðstæður gera að verkum að erfitt er að áætla verð. Þjónustuaðili á vegum HS Orku getur komið til ykkar og veitt viðskiptavinum tilboð.

Grunnnet er raflagnakerfi í fjölbýli eða fyrirtæki sem uppfyllir alla staðla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er hannað þannig að allir geta hlaðið rafbílinn sinn á sama tíma. Grunnnet samanstendur af raforkumæli, öryggi og lekaliða í töflu, ásamt öllum raflögnum og dokku að hverju bílastæði.

já, álagsdreifing fylgir hverri hleðslustöð sem vaktar heildarnotkun íbúðarinnar og dempar hleðsluna ef rafmagnsálag er orðið áhættusamt.

HS Orka notar Webasto hleðslustöðvar, viðskiptavinir geta valið hvort þeir fái 11kW eða 22kW hleðslustöð. Hægt er að sjá vöruúrval hér.